Hermikennsla læknanema á Íslandi

Publikation: Bidrag til tidsskriftTidsskriftartikelForskningfagfællebedømt

Dokumenter

  • Fulltext

    Forlagets udgivne version, 1,28 MB, PDF-dokument

EFNIVIÐUR OG AÐFERÐIR
Rannsóknin var þríþætt. Rafrænar kannanir voru sendar til læknanema annars vegar og kennara í læknadeild Háskóla Íslands hins vegar. Síðan var gerð orðaleit í kennsluskrá háskólans.

NIÐURSTÖÐUR
Svarhlutfall í könnunum, bæði læknanema og kennara, var 65%. Hermingu var lýst sem kennsluaðferð hjá 10% kennara þegar nemar voru spurðir en hjá um þriðjungi þegar kennarar voru spurðir. Viðhorf bæði læknanema og kennara var jákvætt. Kennarar, sem höfðu áður kynnst hermingu, voru líklegri til að nota hermingu og það átti líka við um kennara sem höfðu fengið einhverja þjálfun í kennsluaðferðum. Aðalhindranir voru skortur á aðstöðu, búnaði, fjármagni og þjálfun. Í kennsluskrá fundust fá leitarorð tengd kennslu með hermingu.

ÁLYKTUN
Reynsla læknanema og kennara af hermingu er takmörkuð en innan við þriðjungur kennara segist hafa notað þessa kennsluaðferð við kennslu læknanema. Hindranir á notkun eru svipaðar á Íslandi og lýst hefur verið erlendis. Fá leitarorð í kennsluskrá tengd hermingu vekja spurningar um mikilvægi kennsluaðferða í huga kennara. Mögulegar leiðir til að auka notkun hermingar gætu verið að bæta innviði og bjóða völdum kennurum þjálfun í fjölbreyttum kennsluaðferðum, þar með talið hermingu.
Bidragets oversatte titelSimulation in medical education in Iceland
OriginalsprogIslandsk
TidsskriftLaeknabladid
Vol/bind109
Udgave nummer10
Sider (fra-til)439-445
Antal sider7
ISSN0023-7213
DOI
StatusUdgivet - 2023

Bibliografisk note

Publisher Copyright:
© 2023 Laeknafelag Islands. All rights reserved.

    Forskningsområder

  • simulation, simulation center, skills lab, teaching methods

ID: 372511682